18.11.2009 | 14:22
Raunverð en og aftur
Raunverð er algjört bull. Í fyrsta lagi þá breytir það engu fyrir einstakling sem við skulum kalla Guðmund hvað raunverð hluta er, ef laun hans standa í stað. Tökum sem dæmi:
Guðmundur ætlar að kaupa sér íbúð árið 2007, hann finnur sér íbúð við hæfi og hún kostar 30 milljónir, hann sér að á hans launum t.d. 200 þúsund eftir skatta hefur hann ekki efni á að borga af 30 milljóna eign. Hann ákveður að bíða með að kaupa um sinn. 2009 er efnahagskreppa búin að riða yfir landið og í fréttum er endalaust talað um að verð/raunverð á íbúðum hafi lækkað gríðarlega. Guðmundur fer að stað og viti menn sama íbúð er á sölu og kostar enn 30 milljónir en hefur að raunverði lækkað um t.d. 20%. Guðmundur er ennþá með 200 þúsund útborgað þar sem hann fær ekki launahækkun sökun kreppu. Þessi raunverðs lækkun á íbúðum skiptir hann því engu máli þar sem hann hefur enn sömu laun. Hann hefur ef eitthvað er minna efni á að kaupa íbúðina þar sem að það ríkir óðaverðbólga og lánin sem hann getur tekið munu hækka um 10-15% á ári til að byrja með.
Þar að auki þá er algjört bull að hægt sé að mæla verðbólgu með neysluverðsvísitölu, þarna rugla menn alltaf saman verðhækkunum við verðbólgu. Ólíkir hlutir þó þeir geti haldist í hendur. Verðbólga er þegar að peningamagn eykst, t.d. við aukna peninga prentun Seðlabanka Íslands. Þá rýrna verðmæti þeirra peninga sem voru áður í umferð og til að jafna út þá rýrnun verður hækkun á vöruverði. Til að einfalda þá getum við sagt að öll verðmæti í landinu Peganius ferhyrningur 3 sm * 3sm það búa 9 einstaklingar. Þeir ákveða að skipta verðmætunum jafnt á milli sín og búa því til 9 peninga, sem þeir kalla krónur, og fá allir 1 krónu. Ef þeir síðan ákveða að búa til 9 krónur í viðbót án þess að verðmæti á eyjunni þeirra hafi aukist þá verður verðbólga og það sem áður kostaði 1 krónu kostar nú 2 krónur þá sitja allir við jafnan hlut nema að einhver hafi verið óprúttin og stungið öllum nýju krónunum í eigin vasa (svoleiðis er reyndar oft gert, t.d. fjármagna Bandaríkjamenn stríð sín með peningaprentun). þetta er verðbólga. En ef Peganíus flytur einhverja vöru inn t.d. olíu frá Sádi Arabíu og þeir hækka verðið á henni þá verður ekki verðbólga í Peganíus heldur fá íbúar bara minni olíu fyrir peninginn. Þetta eru tvö ólík fyrirbrigði sem líta eins út á yfirborðinu.
Á Íslandi og víðar er verðbólga mæld með neysluverðsvísitölu sem mælir verðhækkanir á vörum og vilja menn nota hana til að mæla verðbólgu. En eins og sést á ofanverðu dæmi þá er það algjört bull. Niðurstaðan er sú að í landi þar sem neysluverðsvísitalan er notuð sem viðmiðun verðtryggingar fá fjármagnseigendur aukin arð frá skuldurum sínum í takt við verðhækkanir sama hvernig þær tilkoma.
Einnig er því ekki hægt að segja að raunverð hafi breyst bara út af verðhækkunum það þarf að hafa komið til aukið peninga magn í umferð og til að raunverðsbreytingar skipti Guðmund einhverju máli þá þurfa laun hans að hafa hækkað líka út af sömu verðbólgu sem þau gera ekki á Íslandi.
Raunvirði íbúða nú það sama og 2004 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2009 | 09:42
Eeee ætli þessi heimildarmaður mbl sé Davið O. :|
Engin samskipti við Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2009 | 11:40
Þetta er plottið
Á öðru bloggi við þessa frétt er spurt hvaða plott sé núna í gangi. Mér dettur eftirfarandi í hug:
Flestir ef ekki allir þessir stjórnendur fluttu allar sínar helstu eigur yfir á eiginkonur sínar fyrir síðustu áramót. Þá fengum við fréttir af því að það myndi ekki duga til þar sem þess háttar gjörningar væru bakfærðir við gjaldþrot ef augljóst þætti að um undanskot væri að ræða, en það á aðeins við ef það eru innan við tvö ár liðin frá því að tilfærslurnar eiga sér stað. Því er það þannig að ef lánin verða t.d. ekki afskrifuð fyrr en á næsta ári þá kemur skatta álagningin ekki fram fyrr en ári síðar og þá verða tvö ár liðin.
Annars er engin von að þessir menn muni nokkurn tíman borga neitt og það er algjör fyrirsláttur hjá valdhöfum að segja að þeir muni þurfa að borga skatta af þessu því að allir hafa þessir menn stofnað einkahlutafélög utan um þessi kaup. Skatturinn mun því leggja 18% fyrirtækjaskatt á þau félög. Þau félög eiga ekkert í dag og því mun vera gert árangurslaust fjárnám í þeim. Þar sem um opinber gjöld að ræða verður þá sótt á stjórnendur félagana, og þar verður ekkert að falast eftir því eins og ég sagði hér fyrir ofan verða líklegast orðin tvö ár frá því að þeir gáfu konum sínum allt steini léttara. Þá verður fangelsisvist til vara en líklegast verða öll fangelsi full á þessum tíma þar sem að samskonar brot og önnur verða líklegast orðin mjög algeng út af ástandinu og öll fangelsi full og því verður þeim leift að vinna samfélagsþjónustu fyrir milljörðunum. Ef það skildi vilja svo til að þeir hefðu pláss í fangelsi myndu þeir fara á hótel Kvíabryggju.
Lánin ekki afskrifuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Víðir Hallgrímsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar